Ferðaþjónustan sem lálaunastétt er valkostur, en ekki lögmál.

 

Umræðan í ferðaþjónustu að undanförnu hefur snúist um hvort og hvernig eigi að taka gjald af ferðamönnum. Sumir ferðamannastaðir hafa þegar hafið gjaldtöku að okkar helstu náttúruperlum án samráðs og í sátt við  ferðaþjónustuna og ríkisvaldið. Öll  umræða endurspeglar stefnuleysi í ferðaþjónustu, en stefnuleysið hefur  valdið því að í dag ríkir algjört Klondik æði í greininni sem á eftir að skaða hana til framtíðar.

Ísland á að byggja sína ferðaþjónustu á gæðum en ekki fjölda. Í þessu sambandi má benda á staði eins og Mallorca og Benedorm þar sem fjöldi en ekki gæði var haft í fyrirrúmi. Í lok tíundaáratugarins ákváðu ferðamályfirvöld á Mallorca að breyta ímynd eyjunnar þannig að gæði en ekki fjöldi var í fyrsta sæti, þetta tókst ekki vegna þess að ímynd eyjarinnar var svo sterk sem staður fyrir ódýra ferðamenn að breytt ímynd var ekki tekin alvarlega. Ef við  gætum ekki  að okkur verðum við á sama stað og Mallorca og Benedorm innan  mjög skamms tíma og þá er ekki aftur snúið eins og þessi dæmi sína.

Í fyrri grein minn Færri en dýrari ferðamenn; er það draumsýn eða raunhæfur kostur? talaði ég um að stefnumörkun og menntun í ferðaþjónustu verða að fara saman ef vel á að takast til.

En hvað er til ráða? Sem eitt dæmi bendi ég á eftirfarandi. Í lok níunda áratugarins stóð ég fyrir því sem formaður SVG ( nú SAF ) ásamt fulltrúum  Flugleiða, Reykjavíkurborgar og ferðamálaráðs að Ráðstefnuskrifstofa Ísland var stofnuð, tilgangur hennar var að auka sölu á álþjóðlegum ráðstefnum og hvataferðum til landsins. Stefna okkar sem sátum í fyrstu stjórninni var markaðssetning á ráðstefnum og hvataferðum, að ráðstefnuhús og fjögurra til fimm stjörnu hótel yrði byggt sem að okkar mati var grundvöllur fyrir því að þetta tækist. Því miður var ráðstefnuskrifstofunni stungið ofaní skúffu hjá ferðamálaráði fljótlega eftir að ég fór að starfa erlendis fyrir IHG sem gerði það að verkum að ekki var byrjað að markaðasetja Hörpu fyrir ráðstefnur   fyrr en ári eftir að hún kom í rekstur.

Nú hefur þessu sem betur fer  verið snúið við með tilkomu  Reykjavík Convention Bureau sem byggir á sömu hugmyndafræði og ráðstefnuskrifstofan byggði á. Ég tel að þeir sem eru í forsvari á þeim bæ hafi þegar rekið sig á að ef takast eigi að markaðsseta ísland sem ráðstefnuland þurfum við fimm stjörnu hótel, en til þess að geta rekið fimm stjörnu hótel þurfum við vel menntað fólk, eða með öðrum orðum gæði, menntun og betri kjör fara saman.

 

Wilhelm W.G.Wessman

Hótelráðgjafi, leiðsögumaður og framhaldskóakennari m.m

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Wilhelm W G Wessman

Höfundur

Wilhelm W G Wessman
Wilhelm W G Wessman
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband