Færsluflokkur: Menntun og skóli

Færri en dýrari ferðamenn; er það draumsýn eða raunhæfur kostur?

Eftir að skýrsla Boston Consulting Group var birt í september sl. hefur það oftar en áður verið í umræðunni um þróun ferðaþjónustu á íslandi að við eigum að hætta að telja hausa en fara að telja krónur,eða með öðrum orðum að stemmt sé að samsetning  ferðamanna sem sækir okkur heim breytist þannig að meirihluti þeirra  verða ferðamenn sem kaupa dýrari vörur og þjónustu enn nú er.

Samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru nýverið er þessu öfugt farið í dag eða að hver ferðamaður sem kemur til landsins skilur eftir sig færri krónur nú en áður, sem þýðir að stílað er inná magn en ekki gæði.

 

Ég fagna þessari breyttu umræðu, enda hefur það verið mín skoðun að okkur beri að skila landinu af okkur til komandi kynslóða í betra ásigkomulagi en við tókum við því, en það gerum við ekki með núverandi stefnu eða stefnuleysi í ferðaþjónustu, þar sem umræðan er að  við lok þessa áratugar, 2020, gætum við verið farin að slaga nálægt tveggja milljóna markinu.

Til þess að þessu markmiði verð náð með það að leiðarljósi að við skilum landinu af okkur  í betra ásigkomulagi, en við tókum við því þarf að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar sem grundvallast á menntun í greininni, stefnumörkun í ferðaþjónustu og markaðssetningu.

 

Byggja þarf ferðaþjónustuna upp í sátt við íbúa landsins. Ef þess er ekki gætt er hætt við að viðhorf fólks til ferðaþjónustunnar breytist úr jákvæðu í neikvætt. Þegar er farið að örla á þessu eins og komið hefur fram í fjölmiðlum að hálfu íbúa í Reykjavík 101 sem kvarta undan umferð af völdum ferðamanna.

Reyndar get ég verið sammála þessari gagnrýni því ekki virðist vera gerðar neinar kröfur að hálfu skipulagsyfirvalda um aðgengi langferðabifreiða og að lágmarks bílastæða þörf sé uppfyllt. Ég bý í næsta nágrenni við Hótel Cabin í Borgartúni þar sem rútur skapa endalausar umferðateppur. Ég hef átt samskipti við skipulagsyfirvöld í mörgum borgum í Evrópu og Afríku í starfi mínu sem ráðgjafi í opnun hótela fyrir IHG ( InterContinental Hotel Group ) og man ég ekki eftir að hótelkeðjan hafi komist upp með að aðgengi og tilskilin fjölda bílastæða væri ekki virt, enda er það krafa keðjunnar að þessir hlutir uppfylla staðla.

 

Einn af grunnþáttunum í því að við getum byggt upp gæðaferðaþjónustu er hátt menntunarstig í greininni. Á degi mennta fyrir þremun árum  sem Samtök ferðaþjónustunnar stendur fyrir árlega var kynnt könnun þar sem kom fram að innan við 40% af öllu vinnuafli í greininni hefði hlotið einhverja  menntu í ferðaþjónustu.

Ég hef leitað eftir áliti  fagaðila sem þekkja vel til á þessum vettvangi og telja þeir að þessi tala sé hugsanlega lægri,en benda jafnframt á að skoða verði hvernig hún er samsett, eru td. stjórnendur inn í þessari tölu osf.

 

Nú í byrjun árs kom fram í fréttum að ríkisskattstjóra hafi komið upp um hundraði miljóna skattsvik í ferðaþjónustu. Fréttinni lauk á eftirfarandi hátt ríkisskattstjóri telur að ekki hafi verið um saknæmt athæfi að ræða í flestum tilfellum, heldur vanþekkingu á rekstri. 

Segir þetta ekki allt um gullæðið sem ríkir í greininni?

 

Af reynslu minni sem ráðgjafi hjá IHG tel ég að til að ná árangri í gæðaþjónustu þurfi minnst 70% af starfsfólki í viðkomandi fyrirtæki að hafa menntun á því sviði sem það starfar við og að deildarstjórar hafi vald á Train the Trainer prógrammi.

 

Þegar kemur að áætlun um þörf á fagmönnum og menntuðu starfsfólki þarf að skoða það í samhengi við stefnumörkun í ferðaþjónustu. Sem dæmi bendi ég á að það þarf 0,2 starfsmenn pr. herbergi á tveggja stjörnu hóteli, en 2,2 til 2,5 starfsmenn pr. herbergi á fimm stjörnu hóteli.

 

Að lokum þetta, færri en dýrari ferðamenn er ekki draumsýn nema unnið sé með menntun, stefnumörkun og markaðssetningu að leiðarljósi, af því hef ég reynslu og þekkingu.  

 

 

Wilhelm W.G. Wessman,

hótelráðgjafi, leiðsögumaður

 


Um bloggið

Wilhelm W G Wessman

Höfundur

Wilhelm W G Wessman
Wilhelm W G Wessman
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband